Kosningar

Jæja,

Þá fer að líða að Alþingiskosningum. Núna þurfum við öll að sameinast til að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum. Ég hef reynda vissar áhyggjur um að Samfylkingin gæti farið í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, ef það gerist fer ég í Vinstri Græna, eða stofna bara nýjan flokk, Sósialista flokk. Það er engin flokkur á Íslandi sem er kjörinn fyrir mig. Vinstri Grænir ættu í raun að vera minn flokkur en það er bara þessi öfgaáhersla á umhverfismál sem bægir mig frá þeim. Ekki misskilja mig, mér þykir mjög vænt um umhverfi Íslands og ég vil ekki sökkva öllu hálendinu í því skyni að framleiða raforku eða ál (þó hefði verið í lagi að fá álver í Eyjafjörð sökum atvinnuleysis). Samfylkingin er jafnaðarmanna flokkur og stendur sig bara prýðisvel, fyrir utan kvótakerfið, sem mig hryllir við.

Svona þetta er nóg í bili... ég blogga kannski aftur á næsta mánuði eða svo.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elín Jóhanna Bjarnadóttir

Ég er svo innilega sammála því að við þurfum öll að taka höndum saman á móti núverandi ríkisstjórn!! Ég segji samt fyrir mína parta að ég er vinstri græn.

Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 1.3.2007 kl. 21:06

2 Smámynd: Sæunn Valdís

æji ég held að ég kjósi samfylkinguna.... þar sem það er stærsti vinstri flokkurinn svo ég held að það sé málið :D svo er búið að beita mig heilaþvætti heima fyrir :D

Sæunn Valdís, 2.3.2007 kl. 20:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband