23.5.2007 | 15:45
Hey Hó Lets Gó
Er að hlusta á Ramones og að fara að vaska upp... stökk á tölvuna af því að Sæja fór að máta föt á Kapitolu.. :)
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með ríkisstjórn... það er fínt að fá vinstri flokk inn þar sem ekki var hægt að fá bara vinstri stjórn. Kristján Möller samgönguráðherra, flott.. kannski gerist eitthvað í landsbyggðasamgöngumálaflokknum :)
Erum að fara að flytja inná Akureyri loksins loksins, þá byrjar maður í hljómsveit... ég og Brinki erum komnir með eitthvað pínu band.. ætlum að gítarast saman... eitthvað pönk kannski..
Reyni svo að komast í að sem söngvari í dauðarokksbandi.. ef einhver vill mig?*hinthint*
Er að verða brjálaður á þessu fæðingarorlofi.. allt að gerast í vinnunni og ég þarf örugglega í þjálfun aftur lol
Jæja.... er þetta ekki bara gott í bili... kannski maður reyni að blogga meira...
Athugasemdir
Svo lengi sem að Ísland gangi ekki í EB þá er ég nokkuð sátt.
Elín Jóhanna Bjarnadóttir, 23.5.2007 kl. 16:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.