BNA

í dag sagði konan mín við mig að henni langað að búa í Bandaríkjunum.   Ég hugsaði mig aðeins um áður en ég svaraði.  Ég hefði svo sem ekkert á móti því að búa í BNA, fyrir utan að skoðanafrelsi og tjáningarfrelsi er eitthvað sem ég vil hafa þar sem ég bý, þar missa BNA punkta í mínum kladda.

Ég vil ekki búa í landi þar sem að einungis tveir stjórnmálaflokkar eru við lýði.  Ég vil ekki búa í landi sem kallar sig vöggu og verndara lýðræðis en hleypir helst ekki mjög vinstri sinnuðu fólki inn í landið, ef fólkið kemst inn þá kemst það inn í skamman tíma.  Ég vil ekki búa í landi sem fer um heiminn með hervaldi til að þröngva lýðræði upp á þjóðir sem eiga olíu en láta Afríkuríki og N-Kóreu í friði.  Ég vil ekki búa í landi sem er marga daga að senda hjálparsveitir á stað í landinu sjálfu þegar náttúruhamfarir ganga yfir.  Ég vil ekki búa í landi sem fer framhjá öllum alþjóðalögum um pyntingar.  Ég vil ekki búa í landi þar sem forsetinn segist vera valin af Guði til og fer svo drepur saklaust fólk með því að varpa á það sprengjum úr mörg þúsund feta hæð.  Ég vil ekki búa í landi eins og BNA.

Jæja, svona fór um sjóferð þá. 

 


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sæunn Valdís

ok ég veit þetta þessvegna vil ég ekki flytja þangað...þú slítur setninguna mína úr samhengji ég var að tala um það að vilja vera heimavinnandi og það sé "frowned upon" a íslandi en úti í bna sé þetta sjálfsagður hlutur aftur á móti er ég mjög sammála þér að vilja ekki búa í landi þar sem stjórnvöldin eru eins vitlaus og rugluð og í bna....

Sæunn Valdís, 20.12.2006 kl. 22:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband