22.4.2008 | 15:07
Jæja... kannski maður fari þá að blogga
Ég held ég fari bara að blogga... eða reyni það amk....
Ég er ennþá hjá Securitas og líkar ennþá mjög vel, þó að Sæja sé ennþá leið á þessum endalausu næturvöktum. Ég les ennþá teiknimyndasögur og vísinda/fantasíu skáldskap, er að lesa ansi skemmtilega bók eftir Terry Pratchet: The Science of Discworld: The Globe. Þetta er skáldsaga að hluta og vísinda og heimspeki pælingar að hluta, kemur vel út og er bráðskemmtilegt.
Við erum að flytja, brjálað að gera, kannski ég bloggi meira seinna.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
29.5.2007 | 12:50
Blergens
Jæja.. þá er maður bara að pakka og taka til á fullu... Ragnar er búinn að vera að gista hjá Stínu ömmu sinni síðust 2 nætur þar sem að hann er eiginlega of duglegur við að hjálpa... allskonar dót sem á ekkert að fara í kassa hverfur oní þá samt og það sem á að vera í kössunum fer uppúr :)
Svo er Kapitola búinn að vera eitthvað pirruð í maganum sínum.. þannig að yfirleitt er annaðhvort ég eða Sæja að gera eitthvað.... þannig að þetta gengur hægt en gengur þó.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2007 | 10:57
Nákvæmlega ekki neitt
Jæja.... sko mig... 2 bloggfærslur á jafnmörgum dögum... !
Er að fara að setja í þvott, vaska aðeins meira upp og svo ætla ég að pakka niður bókunum okkar... og kannski einhverju meira... fer eftir því hversu mikið ég kemst í FM :)
Jæja.. þetta er gott í bili
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2007 | 15:45
Hey Hó Lets Gó
Er að hlusta á Ramones og að fara að vaska upp... stökk á tölvuna af því að Sæja fór að máta föt á Kapitolu.. :)
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking með ríkisstjórn... það er fínt að fá vinstri flokk inn þar sem ekki var hægt að fá bara vinstri stjórn. Kristján Möller samgönguráðherra, flott.. kannski gerist eitthvað í landsbyggðasamgöngumálaflokknum :)
Erum að fara að flytja inná Akureyri loksins loksins, þá byrjar maður í hljómsveit... ég og Brinki erum komnir með eitthvað pínu band.. ætlum að gítarast saman... eitthvað pönk kannski..
Reyni svo að komast í að sem söngvari í dauðarokksbandi.. ef einhver vill mig?*hinthint*
Er að verða brjálaður á þessu fæðingarorlofi.. allt að gerast í vinnunni og ég þarf örugglega í þjálfun aftur lol
Jæja.... er þetta ekki bara gott í bili... kannski maður reyni að blogga meira...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.3.2007 | 14:51
Stal´essu af Sæju
Saw this "Put your songs on shuffle and then answer the questions with the songs in the order they come up"-thing on someones blog...... and of course I had to do the same...
It doesn't always make sense, but who cares?
1. What's my mood like right now?
Identify - Into Eternity
2. How's tomorrow going to be for me?
Seperate Lives - Alan Parsons Project
3. What kind of person am I?
Violate - Iced Earth
4. Am I loved?
Secret Face - Death
5. How can I achieve my highest potential?
Word Of The Christ - Angel 7
6. What should I do with my life?
I Can´t Stop The Rain - Peter Criss(KISS)
7. Is everything really going to be alright in the end?
Two For Tragedy - Nightwish
8. What is my best quality?
Fink Dial - Iron Monkey
9. How does my sex life look?
Gethsemane - Nightwish
10. What's the meaning of life?
Stripped, Raped and Strangled - Cannibal Corpse
11. What do people think of me?
The Night And The Silent Water - Opeth
12. Would I make a good catch?
Hands All Over - Soundgarden
13. How crazy am I?
Beth - KISS
14. Will I have a good life in general?
The Jester Race
15. Can anyone ever really love me?
Free Fall - In Flames
16. Can me and a mate ever be more than friends?
Exciter - Judas Priest
17. What's going to happen to me this week?
Rip It Out - Ace Frehley(KISS)
18. Where will I be a year from now?
The Turn Of A Friendly Card - Alan Parsons Project
19. What is my biggest wish?
FJL - Zao
20. What is the love of my life doing at this very moment?
Another Adam´s Escape - Extol
21. How will I die?
Screaming For Vengeance - Iced Earth(Judas Priest cover)
22. What will happen after I die?
Metal Thrashing Mad - Anthrax
23. How do my friends feel about me?
Bare Grace Misery - Nightwish
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2007 | 13:13
Gleðifregnir
Þá kom loksins að því West Ham vann. Ef að Charlton tapar núna á eftir þá lítur þetta kannski ekki svo illa út.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.3.2007 | 18:58
Fífl
Íslendingar og flestir vesturlandabúar eru fífl.
Við kvörtum yfir öllu sem fer ekki eins og við viljum, vælum yfir alltof háu matvælaverði, ríkisstjórninni, ja, bara öllu.
Á sama tíma og við erum að pirrast yfir því að gleyma að setja klaka í frysti þegar við erum að fá okkur kók, er lítið barn einhversstaðar í einhverju þróunarlandi að deyja úr þorsta. Þegar við kvörtum yfir því að vatnið sé svo lengi að kólna í eldhúsinu okkar þá þarf fólk í þróunarlöndunum að labba stundum hundruð kílómetra til að ná í skítugt vatn sem við myndum ekki vökva blómin okkar með.
Kapítalisminn er að drepa allt.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
11.3.2007 | 00:18
Trú
You scored as Classical Liberal. You are a classical liberal. You are sceptical about much of the historicity of the Bible, and the most important thing Jesus has done is to set us a good moral example that we are to follow. Doctrines like the trinity and the incarnation are speculative and not really important, and in the face of science and philosophy the surest way we can be certain about God is by our inner awareness of him. Discipleship is expressed by good moral behaviour, but inward religious feeling is most important.
What's your theological worldview? created with QuizFarm.com |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
1.3.2007 | 13:50
Kosningar
Jæja,
Þá fer að líða að Alþingiskosningum. Núna þurfum við öll að sameinast til að koma núverandi ríkisstjórn frá völdum. Ég hef reynda vissar áhyggjur um að Samfylkingin gæti farið í stjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokknum, ef það gerist fer ég í Vinstri Græna, eða stofna bara nýjan flokk, Sósialista flokk. Það er engin flokkur á Íslandi sem er kjörinn fyrir mig. Vinstri Grænir ættu í raun að vera minn flokkur en það er bara þessi öfgaáhersla á umhverfismál sem bægir mig frá þeim. Ekki misskilja mig, mér þykir mjög vænt um umhverfi Íslands og ég vil ekki sökkva öllu hálendinu í því skyni að framleiða raforku eða ál (þó hefði verið í lagi að fá álver í Eyjafjörð sökum atvinnuleysis). Samfylkingin er jafnaðarmanna flokkur og stendur sig bara prýðisvel, fyrir utan kvótakerfið, sem mig hryllir við.
Svona þetta er nóg í bili... ég blogga kannski aftur á næsta mánuði eða svo.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)